Innlent

Flosi Eiríksson: Hefði viljað sjá afdráttarlausari viðbrögð

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Flosi Eiríksson
Flosi Eiríksson
„Hann hefur ekki játað neinar yfirsjónir af sinni hálfu," segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi um Gunnar I. Birgisson. Flosi jánkar því aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði viljað sjá afdráttarlausari viðbrögð frá Gunnari en að taka sér tímabundið leyfi frá störfum.

Flosi sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakaði Gunnar um að blekkja bæði stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og Fjármálaeftirlitið meðan hann sat sem formaður stjórnar sjóðsins. Gunnar brást við með því að taka sér tímabundið leyfi sem bæjarfulltrúi meðan rannsókn málsins stendur yfir.

„Hann verður bara að eiga þetta við sína samvisku," segir Flosi og segist aðspurður sárna að vera með gögn á borði um að hann hafi verið blekktur af manni sem hann treysti til verka í sjóðnum.






Tengdar fréttir

„Varpar nýju ljósi á stöðu mála"

„Þetta varpar nýju ljósi á stöðu mála þar,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, þegar blaðamaður ræddi við hann um áhrif yfirlýsingar Flosa Eiríkssonar á meirihlutasamstarfið í bænum.

Gunnar fer í leyfi

Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi fer í tímabundið leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi á meðan rannsókn stendur yfir á meintum blekkingum hans og framkvæmdastjóra Lífyerissjóðs starfsmanna bæjarins í upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins í tengslum við lán sjóðsins til bæjarins.

Flosi Eiríksson: FME var blekkt

Afborganir og útborganir á lánum Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar til bæjarins virðast hafa verið tímasettar sérstaklega til að villa um fyrir eða blekkja Fjármálaeftirlitið, án vitneskju almennra stjórnarmanna, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá Flosa Eiríkssyni, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×