Innlent

Kjörstaðir opna klukkan níu í fyrramálið

Landsmenn ganga að kjörborðinu á morgun þegar kosið verður til þings. Kjörstaðir opna víðast hvar klukkan níu í fyrramálið. Alls eru um 228 þúsund manns á kjörskrá að þessu sinni. Undanfarna daga og vikur hafa skoðanakannanir bent til þess að kosningarnar verði sögulegar.

Fjölmörg sveitarfélög birta upplýsingar um kjörfundi á heimasíðum sínum. Hægt er nálgast tengla hjá nokkrum þeirra hér fyrir neðan.

Kosningavaka Stöðvar 2

Kosningavaka Stöðvar 2 hefst klukkan níu annað kvöld í opinni dagskrá. Hún verður með nýju og fersku sniði og verða meðal annars rifjuð upp 20 fyndnustu atriðin í sögu Stöðvar 2.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis stendur vaktina og verður fréttatímum sjónvarpað klukkan tíu og á miðnætti. Þá munu fréttamenn standa vaktina fram á nótt hér á Vísi.

Reykjavík

Kópavogur

Garðabær

Hafnarfjörður

Seltjarnarnes

Reykjanesbær

Árborg

Vestmannaeyjar

Fjarðabyggð

Akureyri

Fjallabyggð

Ísafjörður

Vesturbyggð

Borgarbyggð

Akranes







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×