Enski boltinn

Liverpool gerði jafntefli við Tæland

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ryan Babel skoraði.
Ryan Babel skoraði.

Liverpool lék æfingaleik gegn landsliði Tælands í dag. Ryan Babel kom Liverpool yfir snemma leiks og héldu þá eflaust margir að þetta yrði öruggur sigur. Annað kom á daginn og endaði leikurinn með jafntefli 1-1.

Peter Reid er landsliðsþjálfari Tælands og jöfnuðu hans menn á 72. mínútu. Rafael Benítez tefldi fram liði sem var blanda af aðalliðsleikmönnum og varamönnum.

Liverpool: Cavalieri, Insua, Carragher (f), Agger, Degen, Babel, Plessis, Leiva, Kuyt, Nemeth, Ngog. Varamenn:  Spearing, Dossena, Johnson, Riera, El Zhar, Pacheco, Torres, Arbeloa, Voronin, Mascherano, Skrtel




Fleiri fréttir

Sjá meira


×