Fótbolti

Figo er til í að spila í Kína

Figo er 36 ára gamall
Figo er 36 ára gamall NordicPhotos/GettyImages

Luis Figo lýsti því yfir á dögunum að hann væri hættur að spila knattspyrnu eftir að hann vann enn einn titilinn með Inter á Ítalíu.

Figo er þó ekki alveg hættur, þó hann sé hættur að spila á efsta stigi. Hann segist vera tilbúinn að spila áfram sem atvinnumaður og hefur nefnt Bandaríkin og Kína í því sambandi.

"Ég er enn að bíða eftir símtölum frá félögum utan Evrópu, eins og t.d. Bandaríkjunum og Kína," var haft eftir Portúgalanum í kínverskum fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×