Enski boltinn

Maður handtekinn fyrir kynþáttarníð gegn móður Darren Bent

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darren Bent kom til varnar móður sinni.
Darren Bent kom til varnar móður sinni. Mynd/AFP
Darren Bent setti það inn á twitter-síðuna sína að mamma hans hafi orðið fyrir kynþáttarníð af einum stuðningsmanna Sunderland eftir 1-0 tap liðsins á móti Wigan á síðasta laugardag.

Atvikið gerðist á bar eftir leikinn og Darren Bent sagði á twitter-síðunni að hann sætti sig ekki við fyrir að mamma sín yrði fyrir barðinu á stuðningsmönnum síns félags.

Nú hefur 26 ára gamall maður frá Durham-fylki verið handtekinn í tengslum við málið en hann er þá laus gegn tryggingu. Lögreglan í Manchester og nágrenni tók höndum saman við að finna viðkomandi sem var síðan handtekinn í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×