Fótbolti

Sneijder ekki með gegn Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wesley Sneijder verður ekki með á Laugardalsvellinum.
Wesley Sneijder verður ekki með á Laugardalsvellinum. Nordic Photos / AFP

Wesley Sneijder var ekki í landsliðshópi Hollendinga sem mætir Íslandi og Noregi í upphafi næsta mánaðar vegna meiðsla.

Robin van Persie var hins vegar valinn í hópinn þó svo að hann sé á leið í endajaxlatöku.

Bert van Marwijk harmaði mjög fjarveru Sneijder. „Meiðsli hans hafa sett veruleg strik í okkar reikning. Hann er einn þeirra leikmanna sem veit nákvæmlega hvernig liðið á að spila inn á vellinum."

„Við eigum svo von á því að van Persie komi til móts við hópinn á þriðjudaginn þó svo að það sé ekki fullvíst."

Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvellinum annan laugardag.

Markverðir: Maarten Stekelenburg (Ajax Amsterdam), Henk Timmer (Feyenoord).

Varnarmenn: John Heitinga (Atletico Madrid), Joris Mathijsen (Hamburg SV), Dirk Marcelis (PSV Eindhoven), Andre Ooijer (Blackburn Rovers), Edson Braafheid (Twente Enschede), Gregory van der Wiel (Ajax Amsterdam), Giovanni van Bronckhorst (Feyenoord), Khalid Boulahrouz (VfB Stuttgart).

Miðvallarleikmenn: Mark van Bommel (Bayern Munich), Nigel de Jong (Manchester City), Rafael van der Vaart (Real Madrid), Demy de Zeeuw (AZ Alkmaar), Stijn Schaars (AZ Alkmaar), David Mendes da Silva (AZ Alkmaar).

Framherjar: Dirk Kuyt (Liverpool), Robin van Persie (Arsenal), Ryan Babel (Liverpool), Klaas Jan Huntelaar (Real Madrid), Arjen Robben (Real Madrid), Eljero Elia (Twente Enschede).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×