Enski boltinn

Nasri frá næstu mánuði

Elvar Geir Magnússon skrifar

Samir Nasri, leikmaður Arsenal, gæti verið frá næstu þrjá mánuði vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu. Leikmannahópur Arsenal er í æfingabúðum í Austurríki.

Eftir læknisskoðun kom í ljós að Nasri er fótbrotinn. Hann er 22 ára franskur landsliðsmaður sem kom til Arsenal frá Marseille 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×