Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham viðurkennir að hann sé enn ekki búinn að gefa upp alla von á að landa framherjanum Klaas-Jan Huntelaar til Lundúnafélagsins í sumar. Redknapp segir til að mynda að ákveðnir möguleikar muni opnast ef Darren Bent gangi til liðs við Sunderland.
„Möguleikinn á að við reynum að fá Huntelaar er alls ekki dottinn út af borðinu. Ef við eigum möguleika á að fá hann þá munum við að sjálfsögðu vinna hörðum höndum að því. Markaskorunnnarhæfileikar hans eru óumdeilanlegir og því hef ég mikinn áhuga á honum," segir Redknapp.
Redknapp hefur þó nú þegar úr ágætum möguleikum að velja í framlínunni en Jermain Defoe, Robbie Keane, Peter Crouch og Roman Pavlyuchenko eru allir á mála hjá Tottenham auk Darren Bent enn sem komið er í það minnsta.