Fótbolti

36 milljarðar í endurbætur á Maracana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maracana-völlurinn eins og hann lítur út í dag.
Maracana-völlurinn eins og hann lítur út í dag. Nordic Photos / AFP
Brasilíumenn ætla að leggja 36 milljarða króna til að gera upp hinn fornfræga leikvang, Maracana, í Rio de Janeiro.

HM í knattspyrnu fer fram í Brasilíu árið 2014 og verður Maracana-leikvangurinn sjálfsagt miðdepill keppninnar. Úrslitaleikur keppninnar fór þar fram árið 1950, síðast þegar HM var haldið í Brasilíu.

Þegar Maracana-leikvangurinn var byggður var hann hannaður til að hýsa 200 þúsund áhorfendur. Í dag tekur hann 87 þúsund manns í sæti en með endurbótunum fækkar sætunum um fimm þúsund.

Endurbætur hefjast í mars næstkomandi og vellinum verður svo lokað í ágúst. Áætlað er að hann verði opnaður aftur í desember árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×