Fótbolti

Búist við því að Burley haldi starfi sínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
George Burley.
George Burley. Mynd/Daníel
Enskir fjölmiðlar telja líklegt að George Burley muni halda starfi sínu sem landsliðsþjálfari Skota þó svo að liðinu mistókst að komast í umspilskeppni um sæti á HM í Suður-Afríku á næsta ári.

Burley mun hafa fundað með George Peat, formanni skoska knattspyrnusambandsins, í gær. Stjórn sambandsins mun svo funda í dag og er búist við því að hún muni bjóða Burley að halda áfram. Núverandi samningur hans rennur út árið 2012.

Skotar voru með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2010 og fögnuðu sigri í báðum leikjum liðanna. Liðið hlaut þó aðeins tíu stig í heildina sem dugði ekki til að tryggja sér annað sæti riðilsins.

Skotar hafa ekki tryggt sér sæti í úrslitum stórmóts síðan á HM í Frakklandi árið 1998.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×