Nýstárleg þjálfun: MORFÍS og Gettu betur á kennsluskrá Skólalíf skrifar 16. september 2009 18:37 Sigurlið Gettu betur 2009, en FG-ingar stefna hátt í keppninni ár sem fyrr. Mynd/Anton Brink Fjölbrautarskólinn í Garðabæ fer ótroðnar slóðir við þjálfun keppnisliða í Gettu betur og MORFÍS, en báðar greinarnar eru kenndar sem áfangi við skólann í ár. „Við erum búin að vera með SPUR102 í tvö ár og vorum að láta í gagnið MOR102 nú í ár,“ segir Þorkell Einarsson, formaður Málfundafélags skólans. Þorkell er hæstánægður með fyrirkomulagið, en það er frábrugðið því sem gerist í mörgum skólum þar sem utanumhald liðanna er alfarið á forræði Nemendafélagsins án aðkomu skólans. „Við fengum þjálfara og sömdum um að þeir myndu gerast kennarar við skólann, sem þeir tóku vel í. Það hefur verið tiltölulega auðvelt í FG að fá áfanga í gegn ef áhuginn er nægur, svo þetta gekk greitt fyrir sig,“ segir Þorkell. Áfangarnir tveir eru kenndir þrjár klukkustundir á viku og gefa tvær einingar hvor. Hann segir hvern sem er geta skráð sig í fögin og mætt í tímana, og liðin séu valin út frá þeim. Þeir sem ekki komist í liðið njóti þess hinsvegar að skerpa á ræðumennsku, vitsmunum og sjálfstrausti. Búið er að ráða þjálfara, eða öllu heldur kennara skólans í greinunum tveimur, sem allir eru hoknir af reynslu. Í MORFÍS munu þeir Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Viktor Orri Valgarðsson og Viktor Hrafn Hólmgeirsson sjá um þjálfunina. Þeir Stefán og Viktor Orri hafa báðir keppt í MORFÍS fyrir sitthvorn skólann, en Viktor Hrafn var formaður Málfundafélags Verzlunarskólans fyrir tveimur árum. Í Gettu betur sjá um þjálfunina þeir Þórarinn Snorri og Sigurbjörn, sem FG-ingum eru góðu kunnir síðan þeir skipuðu lið skólans í hitteðfyrra. Menntaskólar Morfís Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Fjölbrautarskólinn í Garðabæ fer ótroðnar slóðir við þjálfun keppnisliða í Gettu betur og MORFÍS, en báðar greinarnar eru kenndar sem áfangi við skólann í ár. „Við erum búin að vera með SPUR102 í tvö ár og vorum að láta í gagnið MOR102 nú í ár,“ segir Þorkell Einarsson, formaður Málfundafélags skólans. Þorkell er hæstánægður með fyrirkomulagið, en það er frábrugðið því sem gerist í mörgum skólum þar sem utanumhald liðanna er alfarið á forræði Nemendafélagsins án aðkomu skólans. „Við fengum þjálfara og sömdum um að þeir myndu gerast kennarar við skólann, sem þeir tóku vel í. Það hefur verið tiltölulega auðvelt í FG að fá áfanga í gegn ef áhuginn er nægur, svo þetta gekk greitt fyrir sig,“ segir Þorkell. Áfangarnir tveir eru kenndir þrjár klukkustundir á viku og gefa tvær einingar hvor. Hann segir hvern sem er geta skráð sig í fögin og mætt í tímana, og liðin séu valin út frá þeim. Þeir sem ekki komist í liðið njóti þess hinsvegar að skerpa á ræðumennsku, vitsmunum og sjálfstrausti. Búið er að ráða þjálfara, eða öllu heldur kennara skólans í greinunum tveimur, sem allir eru hoknir af reynslu. Í MORFÍS munu þeir Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Viktor Orri Valgarðsson og Viktor Hrafn Hólmgeirsson sjá um þjálfunina. Þeir Stefán og Viktor Orri hafa báðir keppt í MORFÍS fyrir sitthvorn skólann, en Viktor Hrafn var formaður Málfundafélags Verzlunarskólans fyrir tveimur árum. Í Gettu betur sjá um þjálfunina þeir Þórarinn Snorri og Sigurbjörn, sem FG-ingum eru góðu kunnir síðan þeir skipuðu lið skólans í hitteðfyrra.
Menntaskólar Morfís Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira