Enski boltinn

Graham Poll gagnrýnir Mike Riley

Graham Poll segir Lampard ekki hafa átt skilið rautt spjald í gær
Graham Poll segir Lampard ekki hafa átt skilið rautt spjald í gær NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum dómarinn Graham Poll talar umbúðalaust um frammistöðu kollega síns Mike Riley í leik Liverpool og Chelsea í pistli sínum í Daily Mail í dag.

Poll segir að það hafi verið rangt að reka Frank Lampard af velli fyrir tæklinguna á Xabi Alonso og segir jafnframt að skoða verði glórulausa framkomu Jose Bosingwa undir lok leiksins þegar hann stuggaði við Yossi Benayoun með fætinum.

Poll segir að Lampard hafi greinilega náð að taka boltann áður en snerting varð milli þeirra og að Alonso hafi átt alveg jafnan þátt í því að þeir skullu saman.

Poll spáir því að oftar muni verða leitað til Howard Webb til að dæma stórleiki á borð við leikinn í gær vegna mistaka Riley.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×