Enski boltinn

Bentley og Pavlyuchenko verða ekki ódýrir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Bentley í leik með Tottenham.
David Bentley í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að engar áætlanir séu um að selja þá David Bentley og Roman Pavlyuchenko frá félaginu í janúar næstkomandi.

Hvorki Bentley né Pavlyuchenko hafa mikið fengið að spila með Tottenham á leiktíðinni og hafa verið sagðir á leið frá félaginu.

Tottenham eyddi um 30 milljónum punda í þá samtals og Redknapp segir að þeir fái ekki að fara á útsöluverði.

„Það er enginn vafi á því að David vill fara annað," sagði Redknapp. „Pav vill líka fara en við erum samt ekki spenntir fyrir því að selja þá. Þeir fara ekki fyrir lítinn pening enda báðir góðir leikmenn."

„Þetta er undir stjórnarformanninum komið og hvort hann fær ásættanlegt tilboð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×