Enski boltinn

Sbragia yfirnjósnari Sunderland

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ricky Sbragia.
Ricky Sbragia.

Ricky Sbragia hefur verið ráðinn nýr yfirnjósnari Sunderland. Sbragia tók við liðinu eftir að Roy Keane var rekinn á síðasta tímabili og náði að stýra því frá falli.

Hann sagði síðan upp eftir tímabilið og sagði að félagið þyrfti á stærra nafni að halda til að ná lengra.

En nú er hann mættur í nýtt hlutverk hjá Sunderland og mun sjá um að finna leikmenn til félagsins. Steve Bruce er nú tekinn við hjá Sunderland en Bruce lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa Sbragia sér til aðstoðar. Blackburn var meðal liða sem hafði áhuga á að fá Sbragia í þjálfaralið sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×