Enski boltinn

Duff í læknisskoðun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Damien Duff í leik með írska landsliðinu.
Damien Duff í leik með írska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Fulham, greindi frá því í dag að Damien Duff væri staddur í London þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá félaginu.

Það virðist því fátt því til fyrirstöðu að Duff gangi til liðs við Fulham frá Newcastle. Kaupverðið er talið nema fjórum milljónum punda.

Þó á enn eftir að ganga frá samningum en Hodgson er vongóður.

„Ég vona að það verði gengið frá þessu í upphafi næstu viku og þá verði hægt að kynna hann sem leikmann Fulham," sagði Hodgson eftir sigur sinna manna, 1-0, á Portsmouth í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×