Enski boltinn

Hætti þegar þegar heilsan brestur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson segist ekki einu sinni vera að íhuga að hætta þjálfun hjá Man. Utd. Hann segist aðeins ætla að hætta þegar heilsan leyfir honum ekki lengur að vera í eldlínunni.

Ferguson, sem verður 68 ára um áramótin, var nálægt því að hætta í lok tímabilsins 2001-02. Hann ákvað að gefast ekki upp og hefur haldið áfram að bæta bikurum í skáp United síðan þá.

Ferguson segist enn vera jafn hungraður í árangur og áður þó svo hann sé búinn að vera í fótboltanum í 52 ár.

„Heilsan ein mun ákveða hvað ég verð lengi á hliðarlínunni. Heilsan er það eina sem skiptir máli og það sem helst ber að vernda. Án heilsunnar getur maður lítið gert," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×