Enski boltinn

Mikilvægt tímabil framundan hjá Foster

Elvar Geir Magnússon skrifar
Foster átti stórleik fyrir United í úrslitaleik deildabikarsins á síðasta tímabili.
Foster átti stórleik fyrir United í úrslitaleik deildabikarsins á síðasta tímabili.

„Ég hef sagt það áður og segi það enn, hann verður markvörður Englands," segir Sir Alex Ferguson um Ben Foster, markvörð sinn hjá Manchester United.

„Hann hefur verið óheppinn með meiðsli en vonandi nær hann að halda sér heilum og ná upp stöðugleika. Hann er að berjast um sæti við Edwin van der Sar sem allir vita að er meðal bestu markvarða allra tíma," segir Ferguson.

Foster telur sig eiga góða möguleika á að vinna sér inn sæti í liði United á komandi tímabili enda er Van der Sar ekki að yngjast. „Það eru stórir tólf mánuðir framundan hjá mér," segir Foster.

„Heimsmeistaramótið er á næsta ári og ég veit að ef ég næ að spila einhverja leiki fyrir Manchester United þá á ég möguleika á því að fara með."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×