Fótbolti

Hughes ráðinn knattspyrnustjóri Hibernian

Ómar Þorgeirsson skrifar
John Hughes lætur í sér heyra.
John Hughes lætur í sér heyra. Nordic photos/Getty images

Skoska úrvalsdeildarfélagið Hibernian hefur staðfest að John Hughes verði næsti knattspyrnustjóri félagsins en hann tekur við af Mixu Paatalainen sem hætti hjá félaginu í síðasta mánuði.

Hughes var áður knattspyrnustjóri Falkirk en hefur ákveðið að færa sig um set eftir að félögin komu sér saman um bótagreiðslur til þess að leysa þennan fyrrum leikmann Hibs undan samningi sínum við Falkirk.

Hughes hefur samþykkt þriggja ára samning við Hibs en breskir fjölmiðlar orðuðu meðal annarra Atla Eðvaldsson við stöðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×