Fótbolti

Varamaðurinn var fljótur að skora - Rangers bikarmeistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nacho Novo skoraði mikilvægt mark í dag.
Nacho Novo skoraði mikilvægt mark í dag. Mynd/AFP
Rangers tryggði sér skoska bikarinn í dag með því að vinna 1-0 sigur á Falkirk í úrslitaleiknum á Hampden Park. Varamaðurinn Nacho Novo skoraði eina mark leiksins á upphafsmínútu seinni hálfleiks.

Lærisveinar Walter Smith unnu því tvöfalt í Skotlandi á þessu tímabili en þetta var í 33. sinn sem Rangers verður skoskur bikarmeistari.

Nacho Novo kom inn á sem varamaður í hálfleik og eftir hálfa mínútu var hann búinn að skora með þrumuskoti af tæplega 30 metra færi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×