Margrét Lára: Fullkomið að mæta Frökkum í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson í Tampere skrifar 24. ágúst 2009 15:30 Margrét Lára Viðarsdóttir á æfingu með landsliðinu. Mynd/ÓskarÓ Margrét Lára Viðarsdóttir er tilbúinn í slaginn á móti Frakklandi í kvöld en hún skoraði 12 mörk í 10 leikjum íslenska liðsins í undankeppninni og skoraði fernu á móti Serbum í síðasta landsleik. Margrét Lára verður þó örugglega í strangri gæslu hjá Frökkum í kvöld. „Það er fullkomið að mæta Frökkum í fyrsta leik. Við erum harma að hefna á móti þeim því við töpuðum fyrir þeim síðast. Við vorum ekkert sáttar með þann leik og ég held að það sé runninn upp stund hefndarinnar. Það er því frábært að byrja á móti þeim," segir Margrét Lára. „Mér finnst líklegt að bæði lið fari varkárt inn í leikinn. Þetta er fyrsti leikur og það vill enginn tapa stigum eða taka of mikla áhættu. Það gæti því verið að leikurinn yrði í rólegri kantinum til þess að byrja með. Ég held að það henti okkur ágætlega því við erum þolinmóðar og getum beitt góðum skyndisóknum og haldið þeim niðri. Við eigum mjög góða möguleika," segir Margrét Lára. Hún minnist leiksins í Frakklandi í fyrra þar sem íslenska liðinu tókst ekki að tryggja sér sigur í riðlinum og farseðill til Finnlands. Íslenska liðið komst á EM eftir að hafa unnið Íra í umspilsleikjum. „Spennustigið var rangt út í Frakklandi, við vorum stressaðar og þorðum ekki að halda boltanum. Það vatt allt upp á sig og þetta varð hálfgjört kaós í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var af okkar mati frábærlega vel spilaður og við teljum okkur hafa verið betri í síðari hálfleik og átt meira skilið út úr leiknum. Við verðum að sýna slíka frammistöðu í 90 mínútur á móti svona sterku liði," segir Margrét Lára. Margrét Lára skipti um félag í Svíþjóð rétt fyrir EM til þess að geta undirbúið sig betur fyrir keppnina í Finnlandi. „Ég er í ágætu standi og ég hef fengið hjálp frá fólki bæði í Kristianstad og hér í landsliðinu. Ég er nálgast það að vera í mínu besta standi og vonandi get ég sýnt það á mánudaginn," segir Margrét Lára og bætir við: „Leikformið er öðruvísi en æfingaformið. Ég fékk fjóra góða leiki með Kristianstad og það skipti miklu máli fyrir mig. Ég fékk við það meira sjálfstraust og spilaði líka stærra hlutverk hjá Kristianstad sem hentaði mér vel," segir Margrét Lára. Leikskipulagið fyrir kvöldið er líka á hreinu. „Við munum beita lápressu og reyna að halda markinu okkar hreinu. Við erum samt ekki að fara í þennan leik til þess að ná bara í eitt stig. Við erum að fara til þess að sækja þrjú stig en þurfum að gera það með því að halda markinu hreinu. Við vitum alltaf að við fáum okkar færi og tölfræðin sýnir það að við skorum mark í nánast hverjum einasta landsleik sem við spilum. Ef við náum að spila góða vörn sem við erum vanar að gera og beita jafnframt skyndisóknum þá tel ég okkur eiga mjög góða möguleika," sagði Margrét Lára. Vísir bendir síðan á að Óskar Ófeigur mun blogga frá Tampere á Utan vallar-blogginu. Það má nálgast hér. Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir er tilbúinn í slaginn á móti Frakklandi í kvöld en hún skoraði 12 mörk í 10 leikjum íslenska liðsins í undankeppninni og skoraði fernu á móti Serbum í síðasta landsleik. Margrét Lára verður þó örugglega í strangri gæslu hjá Frökkum í kvöld. „Það er fullkomið að mæta Frökkum í fyrsta leik. Við erum harma að hefna á móti þeim því við töpuðum fyrir þeim síðast. Við vorum ekkert sáttar með þann leik og ég held að það sé runninn upp stund hefndarinnar. Það er því frábært að byrja á móti þeim," segir Margrét Lára. „Mér finnst líklegt að bæði lið fari varkárt inn í leikinn. Þetta er fyrsti leikur og það vill enginn tapa stigum eða taka of mikla áhættu. Það gæti því verið að leikurinn yrði í rólegri kantinum til þess að byrja með. Ég held að það henti okkur ágætlega því við erum þolinmóðar og getum beitt góðum skyndisóknum og haldið þeim niðri. Við eigum mjög góða möguleika," segir Margrét Lára. Hún minnist leiksins í Frakklandi í fyrra þar sem íslenska liðinu tókst ekki að tryggja sér sigur í riðlinum og farseðill til Finnlands. Íslenska liðið komst á EM eftir að hafa unnið Íra í umspilsleikjum. „Spennustigið var rangt út í Frakklandi, við vorum stressaðar og þorðum ekki að halda boltanum. Það vatt allt upp á sig og þetta varð hálfgjört kaós í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var af okkar mati frábærlega vel spilaður og við teljum okkur hafa verið betri í síðari hálfleik og átt meira skilið út úr leiknum. Við verðum að sýna slíka frammistöðu í 90 mínútur á móti svona sterku liði," segir Margrét Lára. Margrét Lára skipti um félag í Svíþjóð rétt fyrir EM til þess að geta undirbúið sig betur fyrir keppnina í Finnlandi. „Ég er í ágætu standi og ég hef fengið hjálp frá fólki bæði í Kristianstad og hér í landsliðinu. Ég er nálgast það að vera í mínu besta standi og vonandi get ég sýnt það á mánudaginn," segir Margrét Lára og bætir við: „Leikformið er öðruvísi en æfingaformið. Ég fékk fjóra góða leiki með Kristianstad og það skipti miklu máli fyrir mig. Ég fékk við það meira sjálfstraust og spilaði líka stærra hlutverk hjá Kristianstad sem hentaði mér vel," segir Margrét Lára. Leikskipulagið fyrir kvöldið er líka á hreinu. „Við munum beita lápressu og reyna að halda markinu okkar hreinu. Við erum samt ekki að fara í þennan leik til þess að ná bara í eitt stig. Við erum að fara til þess að sækja þrjú stig en þurfum að gera það með því að halda markinu hreinu. Við vitum alltaf að við fáum okkar færi og tölfræðin sýnir það að við skorum mark í nánast hverjum einasta landsleik sem við spilum. Ef við náum að spila góða vörn sem við erum vanar að gera og beita jafnframt skyndisóknum þá tel ég okkur eiga mjög góða möguleika," sagði Margrét Lára. Vísir bendir síðan á að Óskar Ófeigur mun blogga frá Tampere á Utan vallar-blogginu. Það má nálgast hér.
Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira