Enski boltinn

Ferdinand frá vegna meiðsla í fjórar vikur - Vidic klár

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. Noridc photos/AFP

Knattspuyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hefur staðfest að varnarmaðurinn Rio Ferdiand geti ekki spilað með Englandsmeisturunum næstu vikurnar.

Ferdinand lék allan leikinn gegn Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn og að sama skapi lék hann allan leikinn í vináttulandsleik gegn Hollandi en meiddist svo á læri á æfingu með united.

„Rio verður frá í einhverjar þrjár til fjórar vikur. Hann missir því líklega af næstu þremur leikjum með United og eflaust tveimur landsleikjum með Englandi einnig," er haft eftir Ferguson.

Ferguson þarf þó ekki að örvænta mikið þar sem varnarmaðurinn Nemanja Vidic er búinn að jafna sig á meiðslum sínum og gæti spilað sinn fyrsta leik með United á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni gegn Wigan um helgina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×