Enski boltinn

Rio missir ekki byrjunarliðssætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio Ferdinand gengur niðurlútur af velli um helgina.
Rio Ferdinand gengur niðurlútur af velli um helgina. Nordic Photos / AFP

Fabio Capello segir að Rio Ferdinand verði í byrjunarliði Englands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld þrátt fyrir mistökin sem hann gerði í leiknum gegn Úkraínu um helgina.

Ferdinand gerðist sekur um mistök í leiknum sem varð til þess að Robert Green var rekinn af velli fyrir að brjóta á sóknarmanni sem var kominn einn í gegn.

Þetta eru ekki hans einu mistök með landsliðinu eða félagsliði sínu, Manchester United, á leiktíðinni.

Capello staðfestir að hann hafi þegar rætt tvívegis við Rio um leikinn á laugardaginn. „Og ég mun láta hann horfa á upptöku af leiknum svo hann átti sig á því hvað gerðist og sjái hvaða mistök við gerðum í leiknum," sagði Capello.

„En ég freistaðist ekki til þess að setja hann á bekkinn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi. Hann er leikfær og verður í byrjunarliðinu því hann er einn allra besti varnarmaður Englands."

„Hann er góður maður, stór maður og mikilvægur leikmaður fyrir enska landsliðið og Manchester United."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×