Enski boltinn

Santa Cruz orðaður við City og Tottenham

Nordic Photos/Getty Images

Framherjinn Roque Santa Cruz hjá Blackburn hefur ítrekað að hann vilji fara frá félaginu í sumar og hefur verið orðaður við Tottenham og Manchester City.

Santa Cruz sló í gegn á sinni fyrstu leiktíð með Blackburn en meiðsli hans í vetur komu í veg fyrir að hann gæti endurtekið leikinn.

Manchester City reyndi mikið að fá hann í sínar raðir í janúar en forráðamenn Blackburn neituðu að láta hann fara. Hann hefur nú aftur verið orðaður við City og Daily Mail segir að Tottenham hafi mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir - jafnvel í skiptum fyrir Darren Bent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×