Enski boltinn

Wenger: United-menn virkuðu þreyttir

Nordic Photos/Getty Images

Arsene Wenger segist hafa greint þreytumerki á liði Manchester United í síðustu viku en telur samt að liðið muni hampa enska meistaratitlinum.

United-liðið var ekki sérlega sannfærandi á móti Inter í Meistaradeildinni í síðustu viku og fékk svo stóran skell gegn Liverpool um helgina.

"Manchester United var mun betra liðið stóran hluta af leiknum en liðið gerði nokkur varnarmistök í leiknum sem það er ekki vant að gera. Sumir leikmanna liðsins virkuðu þreyttir andlega. Þessi úrslit opnuðu titilbaráttuna á ný en ég tel United enn vera í sterkri stöðu þar sem liðið á enn leik til góða. Þeir hafa spilað maga leiki frá jólum og það kom niður á þeim á laugardaginn," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×