Hávær krafa um kosningar í Samfylkingunni Breki Logason skrifar 20. janúar 2009 12:13 Mörður Árnason Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilla efasemda um núverandi ríkisstjórnarsamstarf gæta í flokknum og margir vilji að boðað verði til kosninga. Sjálfur segist Mörður vera á þessari skoðun þar sem ríkisstjórnin hafi ekki umboð þjóðarinnar. Samfylkingin í Reykjavík hefur boðað til fundar annað kvöld þar sem þessi mál verða rædd. „Ef þú spyrð Samfylkingarfólk og þá einhverja aðra en ráðherra og þingmenn, sem vilja ekki tjá sig á þessari stundu, þá eru miklar efasemdir um þetta stjórnarsamstarf og margir sem vilja að það hætti og boðað verði til kosninga," segir Mörður. Aðspurður hvaða Samfylkingarfólk þetta sé nefnir Mörður nýleg dæmi eins og grein Sigrúnar Elsu Smáradóttur borgarfulltrúa og grein eftir Helga Pétursson formanns Samfylkingarfélagsins í Garðabæ. „Það félag samþykkti einnig tillögu fyrir jól þar sem hvatt var til kosninga og þá hefur félagið á Ísafirði einnig samþykkt svipaða tillögu." Þá hafa ráðherrarnir Björgvin G. Sigurðsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir lýsti yfir vilja um kosningar. Það hafa þingmennirnir Ellert B. Schram, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Katrín Júlíusdóttir einnig gert sem og Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður flokksins. „Ríkisstjórnin hefur misst umboð sitt og þá á ég við raunverulegt umboð. Hún hefur auðvitað þingmeirihluta og umboð til fjögurra ára en það er hægt að endurtaka það endalaust. En raunverulegt pólitískt umboð tel ég að hún hafi ekki," segir Mörður sem vísar bæði til skoðanakannana og mótmæla sem hafa verið hávær undanfarið. „Það veikir ríkisstjórnina feikilega að hafa ekki þetta umboð og ég held að eina leiðin sé að fólk fái að segja álit sitt í kosningum." Mörður segir ekki aðalatriðið vera niðurstöðu umræddra kosninga því allt eins geti núverandi ríkisstjórn haldið velli þó hann telji það afar ólíklegt. „Ég hef hinsvegar ákveðna skoðun á því hvaða ríkisstjórn ég vil sjá en hana vil ég greina frá þessu. Aðalatriðið er að Samfylkingin sé reiðubúin að fara í kosningar og bera fram sín mál og þá kemur í ljós hverjir það eru sem eiga saman. Það er hinsvegar ekkert leyndarmál að ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sé mjög illa til þess fallinn að hafa forystu fyrir þjóðinni eftir það hrun sem hefur orðið," segir Mörður. „Það var hans eigin stefna, frjálshyggjan, sem beið skipbrot á Íslandi og um allan heim. Forystumenn flokksins hafa síðan ekki reynst vandanum vaxnir hvorki persónulega né sem stjórnmálamenn." Aðspurður hvort það sé ekki eðlileg krafa að Samfylkingin endurnýi í þingliði sínu bendir Mörður á að af þeim sem sitja á þingi fyrir flokkinn hafi um helmingur komið inn í síðustu eða þarsíðustu kosningum. „Þannig að þetta er ekki beint aldagamall þingflokkur". „Það er hinsvegar aukaatriði. Það sem skiptir mestu máli er að hugsa um hvernig við komum okkur upp úr þessu svakalaega ástandi sem við erum í. Þar eru kosningar algjörlega nauðsynlegar til þess að ríkisstjórnin í landinu öðlist trúnað. Hvernig það kemur út fyrir einstaka flokka eða þingmenn er síðan seinni tíma vandamál." Samfylkingin í Reykjavík hefur boðað til fundar annað kvöld að Hallveigarstíg 1 klukkan 20:30. Þar munu Mörður og Lúðvík Bergvinsson flytja framsögur. Yfirskrift fundarins er einföld: „Samfylkingin og stjórnarsamstarfið". Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilla efasemda um núverandi ríkisstjórnarsamstarf gæta í flokknum og margir vilji að boðað verði til kosninga. Sjálfur segist Mörður vera á þessari skoðun þar sem ríkisstjórnin hafi ekki umboð þjóðarinnar. Samfylkingin í Reykjavík hefur boðað til fundar annað kvöld þar sem þessi mál verða rædd. „Ef þú spyrð Samfylkingarfólk og þá einhverja aðra en ráðherra og þingmenn, sem vilja ekki tjá sig á þessari stundu, þá eru miklar efasemdir um þetta stjórnarsamstarf og margir sem vilja að það hætti og boðað verði til kosninga," segir Mörður. Aðspurður hvaða Samfylkingarfólk þetta sé nefnir Mörður nýleg dæmi eins og grein Sigrúnar Elsu Smáradóttur borgarfulltrúa og grein eftir Helga Pétursson formanns Samfylkingarfélagsins í Garðabæ. „Það félag samþykkti einnig tillögu fyrir jól þar sem hvatt var til kosninga og þá hefur félagið á Ísafirði einnig samþykkt svipaða tillögu." Þá hafa ráðherrarnir Björgvin G. Sigurðsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir lýsti yfir vilja um kosningar. Það hafa þingmennirnir Ellert B. Schram, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Katrín Júlíusdóttir einnig gert sem og Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður flokksins. „Ríkisstjórnin hefur misst umboð sitt og þá á ég við raunverulegt umboð. Hún hefur auðvitað þingmeirihluta og umboð til fjögurra ára en það er hægt að endurtaka það endalaust. En raunverulegt pólitískt umboð tel ég að hún hafi ekki," segir Mörður sem vísar bæði til skoðanakannana og mótmæla sem hafa verið hávær undanfarið. „Það veikir ríkisstjórnina feikilega að hafa ekki þetta umboð og ég held að eina leiðin sé að fólk fái að segja álit sitt í kosningum." Mörður segir ekki aðalatriðið vera niðurstöðu umræddra kosninga því allt eins geti núverandi ríkisstjórn haldið velli þó hann telji það afar ólíklegt. „Ég hef hinsvegar ákveðna skoðun á því hvaða ríkisstjórn ég vil sjá en hana vil ég greina frá þessu. Aðalatriðið er að Samfylkingin sé reiðubúin að fara í kosningar og bera fram sín mál og þá kemur í ljós hverjir það eru sem eiga saman. Það er hinsvegar ekkert leyndarmál að ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sé mjög illa til þess fallinn að hafa forystu fyrir þjóðinni eftir það hrun sem hefur orðið," segir Mörður. „Það var hans eigin stefna, frjálshyggjan, sem beið skipbrot á Íslandi og um allan heim. Forystumenn flokksins hafa síðan ekki reynst vandanum vaxnir hvorki persónulega né sem stjórnmálamenn." Aðspurður hvort það sé ekki eðlileg krafa að Samfylkingin endurnýi í þingliði sínu bendir Mörður á að af þeim sem sitja á þingi fyrir flokkinn hafi um helmingur komið inn í síðustu eða þarsíðustu kosningum. „Þannig að þetta er ekki beint aldagamall þingflokkur". „Það er hinsvegar aukaatriði. Það sem skiptir mestu máli er að hugsa um hvernig við komum okkur upp úr þessu svakalaega ástandi sem við erum í. Þar eru kosningar algjörlega nauðsynlegar til þess að ríkisstjórnin í landinu öðlist trúnað. Hvernig það kemur út fyrir einstaka flokka eða þingmenn er síðan seinni tíma vandamál." Samfylkingin í Reykjavík hefur boðað til fundar annað kvöld að Hallveigarstíg 1 klukkan 20:30. Þar munu Mörður og Lúðvík Bergvinsson flytja framsögur. Yfirskrift fundarins er einföld: „Samfylkingin og stjórnarsamstarfið".
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira