Hávær krafa um kosningar í Samfylkingunni Breki Logason skrifar 20. janúar 2009 12:13 Mörður Árnason Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilla efasemda um núverandi ríkisstjórnarsamstarf gæta í flokknum og margir vilji að boðað verði til kosninga. Sjálfur segist Mörður vera á þessari skoðun þar sem ríkisstjórnin hafi ekki umboð þjóðarinnar. Samfylkingin í Reykjavík hefur boðað til fundar annað kvöld þar sem þessi mál verða rædd. „Ef þú spyrð Samfylkingarfólk og þá einhverja aðra en ráðherra og þingmenn, sem vilja ekki tjá sig á þessari stundu, þá eru miklar efasemdir um þetta stjórnarsamstarf og margir sem vilja að það hætti og boðað verði til kosninga," segir Mörður. Aðspurður hvaða Samfylkingarfólk þetta sé nefnir Mörður nýleg dæmi eins og grein Sigrúnar Elsu Smáradóttur borgarfulltrúa og grein eftir Helga Pétursson formanns Samfylkingarfélagsins í Garðabæ. „Það félag samþykkti einnig tillögu fyrir jól þar sem hvatt var til kosninga og þá hefur félagið á Ísafirði einnig samþykkt svipaða tillögu." Þá hafa ráðherrarnir Björgvin G. Sigurðsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir lýsti yfir vilja um kosningar. Það hafa þingmennirnir Ellert B. Schram, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Katrín Júlíusdóttir einnig gert sem og Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður flokksins. „Ríkisstjórnin hefur misst umboð sitt og þá á ég við raunverulegt umboð. Hún hefur auðvitað þingmeirihluta og umboð til fjögurra ára en það er hægt að endurtaka það endalaust. En raunverulegt pólitískt umboð tel ég að hún hafi ekki," segir Mörður sem vísar bæði til skoðanakannana og mótmæla sem hafa verið hávær undanfarið. „Það veikir ríkisstjórnina feikilega að hafa ekki þetta umboð og ég held að eina leiðin sé að fólk fái að segja álit sitt í kosningum." Mörður segir ekki aðalatriðið vera niðurstöðu umræddra kosninga því allt eins geti núverandi ríkisstjórn haldið velli þó hann telji það afar ólíklegt. „Ég hef hinsvegar ákveðna skoðun á því hvaða ríkisstjórn ég vil sjá en hana vil ég greina frá þessu. Aðalatriðið er að Samfylkingin sé reiðubúin að fara í kosningar og bera fram sín mál og þá kemur í ljós hverjir það eru sem eiga saman. Það er hinsvegar ekkert leyndarmál að ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sé mjög illa til þess fallinn að hafa forystu fyrir þjóðinni eftir það hrun sem hefur orðið," segir Mörður. „Það var hans eigin stefna, frjálshyggjan, sem beið skipbrot á Íslandi og um allan heim. Forystumenn flokksins hafa síðan ekki reynst vandanum vaxnir hvorki persónulega né sem stjórnmálamenn." Aðspurður hvort það sé ekki eðlileg krafa að Samfylkingin endurnýi í þingliði sínu bendir Mörður á að af þeim sem sitja á þingi fyrir flokkinn hafi um helmingur komið inn í síðustu eða þarsíðustu kosningum. „Þannig að þetta er ekki beint aldagamall þingflokkur". „Það er hinsvegar aukaatriði. Það sem skiptir mestu máli er að hugsa um hvernig við komum okkur upp úr þessu svakalaega ástandi sem við erum í. Þar eru kosningar algjörlega nauðsynlegar til þess að ríkisstjórnin í landinu öðlist trúnað. Hvernig það kemur út fyrir einstaka flokka eða þingmenn er síðan seinni tíma vandamál." Samfylkingin í Reykjavík hefur boðað til fundar annað kvöld að Hallveigarstíg 1 klukkan 20:30. Þar munu Mörður og Lúðvík Bergvinsson flytja framsögur. Yfirskrift fundarins er einföld: „Samfylkingin og stjórnarsamstarfið". Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilla efasemda um núverandi ríkisstjórnarsamstarf gæta í flokknum og margir vilji að boðað verði til kosninga. Sjálfur segist Mörður vera á þessari skoðun þar sem ríkisstjórnin hafi ekki umboð þjóðarinnar. Samfylkingin í Reykjavík hefur boðað til fundar annað kvöld þar sem þessi mál verða rædd. „Ef þú spyrð Samfylkingarfólk og þá einhverja aðra en ráðherra og þingmenn, sem vilja ekki tjá sig á þessari stundu, þá eru miklar efasemdir um þetta stjórnarsamstarf og margir sem vilja að það hætti og boðað verði til kosninga," segir Mörður. Aðspurður hvaða Samfylkingarfólk þetta sé nefnir Mörður nýleg dæmi eins og grein Sigrúnar Elsu Smáradóttur borgarfulltrúa og grein eftir Helga Pétursson formanns Samfylkingarfélagsins í Garðabæ. „Það félag samþykkti einnig tillögu fyrir jól þar sem hvatt var til kosninga og þá hefur félagið á Ísafirði einnig samþykkt svipaða tillögu." Þá hafa ráðherrarnir Björgvin G. Sigurðsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir lýsti yfir vilja um kosningar. Það hafa þingmennirnir Ellert B. Schram, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Katrín Júlíusdóttir einnig gert sem og Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður flokksins. „Ríkisstjórnin hefur misst umboð sitt og þá á ég við raunverulegt umboð. Hún hefur auðvitað þingmeirihluta og umboð til fjögurra ára en það er hægt að endurtaka það endalaust. En raunverulegt pólitískt umboð tel ég að hún hafi ekki," segir Mörður sem vísar bæði til skoðanakannana og mótmæla sem hafa verið hávær undanfarið. „Það veikir ríkisstjórnina feikilega að hafa ekki þetta umboð og ég held að eina leiðin sé að fólk fái að segja álit sitt í kosningum." Mörður segir ekki aðalatriðið vera niðurstöðu umræddra kosninga því allt eins geti núverandi ríkisstjórn haldið velli þó hann telji það afar ólíklegt. „Ég hef hinsvegar ákveðna skoðun á því hvaða ríkisstjórn ég vil sjá en hana vil ég greina frá þessu. Aðalatriðið er að Samfylkingin sé reiðubúin að fara í kosningar og bera fram sín mál og þá kemur í ljós hverjir það eru sem eiga saman. Það er hinsvegar ekkert leyndarmál að ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sé mjög illa til þess fallinn að hafa forystu fyrir þjóðinni eftir það hrun sem hefur orðið," segir Mörður. „Það var hans eigin stefna, frjálshyggjan, sem beið skipbrot á Íslandi og um allan heim. Forystumenn flokksins hafa síðan ekki reynst vandanum vaxnir hvorki persónulega né sem stjórnmálamenn." Aðspurður hvort það sé ekki eðlileg krafa að Samfylkingin endurnýi í þingliði sínu bendir Mörður á að af þeim sem sitja á þingi fyrir flokkinn hafi um helmingur komið inn í síðustu eða þarsíðustu kosningum. „Þannig að þetta er ekki beint aldagamall þingflokkur". „Það er hinsvegar aukaatriði. Það sem skiptir mestu máli er að hugsa um hvernig við komum okkur upp úr þessu svakalaega ástandi sem við erum í. Þar eru kosningar algjörlega nauðsynlegar til þess að ríkisstjórnin í landinu öðlist trúnað. Hvernig það kemur út fyrir einstaka flokka eða þingmenn er síðan seinni tíma vandamál." Samfylkingin í Reykjavík hefur boðað til fundar annað kvöld að Hallveigarstíg 1 klukkan 20:30. Þar munu Mörður og Lúðvík Bergvinsson flytja framsögur. Yfirskrift fundarins er einföld: „Samfylkingin og stjórnarsamstarfið".
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent