Kosið verður aftur um stækkun í Straumsvík 27. október 2009 05:00 Mynd úr safni Nægum fjölda undirskrifta hefur verið safnað í Hafnarfirði til að kjósa verði aftur um deiliskipulagstillögu Alcan. Hún gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Fjórðungur bæjarbúa á kjörskrá þarf að krefjast atkvæðagreiðslunnar samkvæmt reglum bæjarins og hefur athugun bæjarstarfsmanna á undirskriftalistanum, sem var fullkláraður í sumar, leitt í ljós að hann fullnægir öllum skilyrðum. Á fundi bæjarráðs síðasta fimmtudag var samþykkt að fela starfsmönnum skipulags- og byggingasviðs „að taka upp viðræður við stjórnendur álversins um stöðu umrædds deiliskipulags og önnur þau atriði sem lúta að útfærslu þess," að því er segir í fundargerð. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að boltinn sé nú hjá stjórnendum Rio Tinto Alcan. Deiliskipulagið sé þeirra og nú þurfi að athuga hug þeirra til þess á ný. „Eru þeir í sömu stöðu og fyrir tveimur árum og óska eftir að fara með þessa tillögu fram vegna mögulegrar stækkunar eða hefur eitthvað breyst í þeim efnum?" spyr Lúðvík. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, segir hins vegar að reglurnar um atkvæðagreiðslu af þessu tagi séu skýrar: Ef undirskriftir berist frá fjórðungi bæjarbúa á kjörskrá beri að halda atkvæðagreiðsluna. Það sé alls ekki háð vilja Alcan. Aldrei hafi borist neitt formlegt svar frá bæjaryfirvöldum við umsókn Alcan um byggingarleyfi, heldur aðeins verið litið á niðurstöðu fyrri atkvæðagreiðslunnar sem ígildi neitunar. Því megi líta svo á að umsóknin standi enn. „Ef vilji reyndist fyrir því í bænum að leyfa þessa framkvæmd myndum við örugglega skoða sérstaklega hvort það væri möguleiki og þá hvenær," segir Ólafur. „En það verður ekkert skoðað fyrr en fyrir liggur hvort vilji er fyrir því í bænum." Lúðvík segir ómögulegt að segja til um það að svo stöddu hvenær atkvæðagreiðsla gæti farið fram, en reglum samkvæmt þurfi hún að fara fram innan við tveimur mánuðum eftir að bæjarstjórn ákveði að ráðast í hana. Heimildir Fréttablaðsins herma að nú sé litið til þess að atkvæðagreiðslan gæti farið fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. - sh Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Nægum fjölda undirskrifta hefur verið safnað í Hafnarfirði til að kjósa verði aftur um deiliskipulagstillögu Alcan. Hún gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Fjórðungur bæjarbúa á kjörskrá þarf að krefjast atkvæðagreiðslunnar samkvæmt reglum bæjarins og hefur athugun bæjarstarfsmanna á undirskriftalistanum, sem var fullkláraður í sumar, leitt í ljós að hann fullnægir öllum skilyrðum. Á fundi bæjarráðs síðasta fimmtudag var samþykkt að fela starfsmönnum skipulags- og byggingasviðs „að taka upp viðræður við stjórnendur álversins um stöðu umrædds deiliskipulags og önnur þau atriði sem lúta að útfærslu þess," að því er segir í fundargerð. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að boltinn sé nú hjá stjórnendum Rio Tinto Alcan. Deiliskipulagið sé þeirra og nú þurfi að athuga hug þeirra til þess á ný. „Eru þeir í sömu stöðu og fyrir tveimur árum og óska eftir að fara með þessa tillögu fram vegna mögulegrar stækkunar eða hefur eitthvað breyst í þeim efnum?" spyr Lúðvík. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, segir hins vegar að reglurnar um atkvæðagreiðslu af þessu tagi séu skýrar: Ef undirskriftir berist frá fjórðungi bæjarbúa á kjörskrá beri að halda atkvæðagreiðsluna. Það sé alls ekki háð vilja Alcan. Aldrei hafi borist neitt formlegt svar frá bæjaryfirvöldum við umsókn Alcan um byggingarleyfi, heldur aðeins verið litið á niðurstöðu fyrri atkvæðagreiðslunnar sem ígildi neitunar. Því megi líta svo á að umsóknin standi enn. „Ef vilji reyndist fyrir því í bænum að leyfa þessa framkvæmd myndum við örugglega skoða sérstaklega hvort það væri möguleiki og þá hvenær," segir Ólafur. „En það verður ekkert skoðað fyrr en fyrir liggur hvort vilji er fyrir því í bænum." Lúðvík segir ómögulegt að segja til um það að svo stöddu hvenær atkvæðagreiðsla gæti farið fram, en reglum samkvæmt þurfi hún að fara fram innan við tveimur mánuðum eftir að bæjarstjórn ákveði að ráðast í hana. Heimildir Fréttablaðsins herma að nú sé litið til þess að atkvæðagreiðslan gæti farið fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. - sh
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira