Enski boltinn

Chimbonda kominn til Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pascal Chimbonda í leik með Tottenham á síðustu leiktíð.
Pascal Chimbonda í leik með Tottenham á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp hefur staðfest að Pascal Chimbonda sé nú formlega genginn til liðs við Tottenham á nýjan leik.

Chimbonda fór frá Tottenham í sumar til Sunderland en í millitíðinni hefur Redknapp tekið við Tottenham.

Franski bakvörðurinn fann sig aldrei hjá Sunderland og var því feginn því að vera kominn aftur til Lundúna.

Redknapp sagði hins vegar að ekki hefði verið gengið frá félagaskiptunum í tæka tíð fyrir leik Tottenham gegn Stoke á morgun.

„Þetta gerðist fimmtán mínútum of seint sem er synd þar sem hann hefði getað spilað með okkur í þessum leik," sagði Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×