Enski boltinn

Wenger þakkar Ferguson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.

Þeir Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, geta meira en rifist. Þeir eru meira að segja farnir að tala fallega um hvorn annan.

Nýjasta nýtt er Ferguson skrifaði á dögunum opið bréf til stuðningsmanna United þar sem hann bað þá vinsamlegast um að láta af orðbragði sínu í garð Wengers er hann kemur á Old Trafford.

„Ég er mjög þakklátur fyrir þetta. Mér finnst ég ekki eiga skilið þennan orðaflaum sem ég fæ þar og annars staðar. Ég veit ekki hvað ég hef gert til að eiga þetta skilið," sagði Wenger.

„Það ermjög jákvætt að Ferguson hafi blandað sér í málið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×