Fótbolti

Platini gagnrýnir kaupstefnu Real Madrid

Ómar Þorgeirsson skrifar
Michel Platini.
Michel Platini. Nordic photos/Getty images

Michel Platini, forseti knattspyrnusambands Evrópu, er hneykslaður yfir þeim upphæðum sem ganga á milli félaga á leikmannamarkaðnum í sumar en segist vera ráðalaus gegn þeim.

Hann hefur þó boðað að UEFA sé að vinna í reglugerðum um launaþak leikmanna og vonast til þess að það geti gengið í gegn eftir tvö til þrjú ár.

„Félagsskipti Ronaldo til Real Madrid stóðu óneitanlega upp úr. Ég skil ekki af hverju félög vilja borga svona mikið fyrir einn leikmann. Þetta er í raun vandræðalegt. Það er ekki í lagi með svona kaupstefnu. En ef félögin eiga peninga eða fá tryggingar fyrir lánum þá get ég ekkert gert," segir Platini í viðtali við L'Equipe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×