Fótbolti

Veron tók á sig 40 prósent launalækkun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Juan Sebastian Veron, fyrirliði argentínska liðsins Estudiantes.
Juan Sebastian Veron, fyrirliði argentínska liðsins Estudiantes. Mynd/AFP

Juan Sebastian Veron, fyrirliði argentínska liðsins Estudiantes, hefur tekið á sig myndarlega launalækkun til þess að aðstoða félagið við fjármögnun yngri flokka starfs þess. Miðjumaðurinn tilkynnti þetta sjálfur á blaðamannafundi.

Veron er 34 ára gamall og á að baki farsælan feril með liðum eins og Sampdoria, Parma, Lazio, Manchester United, Chelsea og Inter Milan. Veron og félagar í Estudiantes urðu Suður-Ameríku meistarar á dögunum.

„Ég tel að þetta sé það rétta í stöðunni og þessum erfiðu tímum. Peningarnir fara til krakkanna en það eru þau sem munu halda þessum klúbbi gangandi í framtíðinni," sagði Veron.

Skuldastaða margar argentínskra félaga er það slæm að það hefur þurft að fresta upphafi tímabilsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×