Enski boltinn

Beckham verður að spila í Evrópu til að komast á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham í leik með enska landsliðinu í mars síðastliðnum.
David Beckham í leik með enska landsliðinu í mars síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir í samtali við ítalska fjölmiðla að David Beckham verði að spila í sterkri deild í Evrópu til að eiga möguleika á að spila með enska landsliðinu á HM í Suður-Afríku næsta sumar.

„Beckham veit að hann verður að koma til Evrópu í desember til að eiga möguleika á að spila með á HM," sagði Capello í samtali við Gazzetta dello Sport.

Beckham er nú að spila með LA Galaxy í Bandaríkjunum en hann var lánaður til AC Milan nú í vetur. Talið er líklegt að Beckham muni hætta hjá Galaxy í október næstkomandi og fara þá aftur til Evrópu.

Hann hefur þó einnig verið orðaður við bæði Chelsea og Tottenham sem eru sögð vilja fá hann að láni áður en félagaskiptaglugginn lokar nú í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×