Magnús íhugar að stefna Morgunblaðinu 12. september 2009 12:50 Magnús Árni sést hér með formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, sem reyndi að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri segir að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Hann íhugar að stefna Morgunblaðinu vegna umfjöllunar um sig í dag. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Í frétt Morgunblaðsins er fullyrt að Magnús hafi haft samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Í blaðinu segir að um breska miðlararfyrirtækið Snyder sé að ræða en stjórnendur þess séu vinir Magnúsar Árna. Hann á að hafa haft samband við Actavis fyrir rúmum tveimur vikum til að bjóða þeim þjónustu Snyder. Miðlarafyrirtækið á að hafa boðið upp á þá þjónustu að kaupa gjaldeyri erlendis inn á reikning og afhenda krónur hér á landi. Þessi viðskipti eru svokölluð aflandsviðskipti og er tekjugrundvöllur þeirra gjaldeyrishöftin sem Seðlabankinn á að sjá um að afnema í skrefum. Áhrif svona viðskipta á innlendan markað eru m.a. að erlendur gjaldeyrir sem fæst fyrir útflutning skilar sér ekki á gjaldeyrismarkað hér á landi sem hefur í för með sér að gengi krónunnar á innlendum gjaldeyrismarkaði er lægra en það væri annars. Þá geta þau einnig haft þau áhrif að væntingar um mögulega lækkun á gengi krónunnar á innlendum markaði í átt að gengi á aflandsmarkaði getur valdið því að þeir aðilar sem sinna skilaskyldu bíða með að selja gjaldeyrinn. Á fundi í Seðlabankanum í sumar voru fulltrúar stærstu útflutningsfyrirtækja hér á landi, sem njóta sérstakrar undanþágu frá gjaldeyrishöftunum, beðnir um að láta af svona viðskiptum með gjaldeyri, þó að þau séu ekki ólögleg, þar sem þau stríða gegn gjaldeyrishöftunum. Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins, hvetur Magnús Árna á bloggsíðu sinni til að segja af sér í kjölfar þessara frétta. Hann segir mistökin vera Magnúsar en ekki Framsóknarflokksins. „Ég get ekki séð það. Ég vissi að það mín persóna væri það valdamikil að svo væri," sagði Magnús í fréttum Rúv og vísaði á bug að hann hafi vegið að krónunni. Hann íhugar nú málaferli á hendur Morgunblaðinu fyrir meiðyrði. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, vegna málsins sem er staddur erlendis, að sögn aðstoðarmanns hans. Tengdar fréttir Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12. september 2009 09:58 Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12. september 2009 11:28 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, sem reyndi að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri segir að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Hann íhugar að stefna Morgunblaðinu vegna umfjöllunar um sig í dag. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Í frétt Morgunblaðsins er fullyrt að Magnús hafi haft samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Í blaðinu segir að um breska miðlararfyrirtækið Snyder sé að ræða en stjórnendur þess séu vinir Magnúsar Árna. Hann á að hafa haft samband við Actavis fyrir rúmum tveimur vikum til að bjóða þeim þjónustu Snyder. Miðlarafyrirtækið á að hafa boðið upp á þá þjónustu að kaupa gjaldeyri erlendis inn á reikning og afhenda krónur hér á landi. Þessi viðskipti eru svokölluð aflandsviðskipti og er tekjugrundvöllur þeirra gjaldeyrishöftin sem Seðlabankinn á að sjá um að afnema í skrefum. Áhrif svona viðskipta á innlendan markað eru m.a. að erlendur gjaldeyrir sem fæst fyrir útflutning skilar sér ekki á gjaldeyrismarkað hér á landi sem hefur í för með sér að gengi krónunnar á innlendum gjaldeyrismarkaði er lægra en það væri annars. Þá geta þau einnig haft þau áhrif að væntingar um mögulega lækkun á gengi krónunnar á innlendum markaði í átt að gengi á aflandsmarkaði getur valdið því að þeir aðilar sem sinna skilaskyldu bíða með að selja gjaldeyrinn. Á fundi í Seðlabankanum í sumar voru fulltrúar stærstu útflutningsfyrirtækja hér á landi, sem njóta sérstakrar undanþágu frá gjaldeyrishöftunum, beðnir um að láta af svona viðskiptum með gjaldeyri, þó að þau séu ekki ólögleg, þar sem þau stríða gegn gjaldeyrishöftunum. Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins, hvetur Magnús Árna á bloggsíðu sinni til að segja af sér í kjölfar þessara frétta. Hann segir mistökin vera Magnúsar en ekki Framsóknarflokksins. „Ég get ekki séð það. Ég vissi að það mín persóna væri það valdamikil að svo væri," sagði Magnús í fréttum Rúv og vísaði á bug að hann hafi vegið að krónunni. Hann íhugar nú málaferli á hendur Morgunblaðinu fyrir meiðyrði. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, vegna málsins sem er staddur erlendis, að sögn aðstoðarmanns hans.
Tengdar fréttir Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12. september 2009 09:58 Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12. september 2009 11:28 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12. september 2009 09:58
Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12. september 2009 11:28