Enski boltinn

Gazza er á móti áfengisbönnum

Nordic Photos/Getty Images

Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne segir að knattspyrnufélög á Englandi ættu ekki að setja leikmenn sína í áfengisbann.

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham hefur í hyggju að setja leikmenn sína í áfengisbann eftir að fyrirliðinn Ledley King var handtekinn fyrir meinta líkamsárás fyrir utan næturklúbb um helgina.

Gascoigne, sem sjálfur er ekki ókunnugur baráttunni við Bakkus, segir að leikmenn séu undir mikilli pressu og verði að fá að slaka aðeins á.

"Ledley King lærði sína lexíu og það er allt í lagi. Þetta er ekki vandamál - látið drenginn í friði. Hvað er hægt að gera í þessu?" sagði Gazza.

"Leikmenn eru hundeltir af paparazzi ljósmyndurum alla daga. Ég sjálfur er eltur allan daginn. Menn verða að geta slakað á. Í Hollandi fá þeir sér sígarettu eftir leik, en það eru ekki margir leikmenn sem reykja á Englandi. Stundum er áreitið bara of mikið," sagði Gazza.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×