Enski boltinn

Drogba aumur eftir karatespark Evans

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur greint frá því að framherjinn Didier Drogba gangi ekki alveg heill til skógar eftir viðskipti sín við Jonny Evans í leik Chelsea og Man. Utd í gær.

Evans átti skrautlegt karatespark í magann á Drogba í gær. Drogba lá lengi á vellinum og fékk að auki gult spjald sem hann var afar ósáttur við.

„Drogba á í vandræðum með að hreyfa sig en hann verður vonandi betri á næstu dögum," sagði Ancelotti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×