Enski boltinn

Fjölmargir orðaðir við stjórastöðuna hjá Reading

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough.
Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar hafa verið duglegir í dag að orða þekkta kappa við stjórastöðuna hjá Reading.

Brendan Rogers var rekinn frá Reading í gær en félagið er nú í neðri hluta ensku B-deildarinnar. Þrír Íslendingarleika með liðinu - þeir Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson - en sá fjórði, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, er á leiðinni til félagsins á lánssamningi.

Talið var formsatriði fyrir Gunnar Heiðar að ganga endanlega frá samningum sínum við félagið en óvíst er hvort að tíðindi gærkvöldsins hafi einhverju breytt þar. Hann var búinn að standast læknisskoðun og danska úrvalsdeildarfélagið Esbjerg, sem Gunnar Heiðar leikur með, búið að tilkynna lánssamninginn á sinni heimasíðu.

The Sun segir að Gareth Southgate, fyrrum stjóri Middlesbrough, sé efstur á óskalista forráðamanna Reading. Daily Mirror segir Darren Ferguson, fyrrum stjóra Peterborough og son Alex Ferguson hjá Manchester United, koma til greina og þá er Steve Coppell sagður mögulega aftur á leið til Reading í Daily Star.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×