Enski boltinn

Crouch gæti farið til Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hvítt fer Crouch einstaklega vel.
Hvítt fer Crouch einstaklega vel.

Lundúnaliðin Tottenham og Fulham hafa áhuga á sóknarmanninum Peter Crouch hjá Portsmouth. Crouch virtist vera á leið til Sunderland þegar snuðra hjóp á þráðinn.

Talið er líklegast að Crouch fari til Tottenham enda Harry Redknapp við stjórnvölinn þar og þeir tveir þekkjast vel. Þá myndi Crouch einnig sameinast Jermain Defoe á ný en þeir voru saman hjá Portsmouth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×