Enski boltinn

Mourinho þurfti að játa sig sigraðan gegn Chelsea

Elvar Geir Magnússon skrifar
Didier Drogba skoraði í nótt.
Didier Drogba skoraði í nótt.

Didier Drogba og Frank Lampard skoruðu mörk Chelsea sem vann 2-0 sigur á Inter í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Inter hefur ekki náð sigri í neinum af þremur leikjum sínum í ferðinni.

Þrátt fyrir að um æfingaleik hafi verið að ræða hlýtur tapið að hafa verið sárt fyrir Jose Mourinho, þjálfara Inter, sem var þarna að mæta sínum fyrrum lærisveinum.

Þá lýsti Mourinho því yfir í viðtali um daginn að enginn vinskapur væri milli sín og Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Chelsea í dag. Enska liðið var talsvert betra í leiknum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×