Umfjöllun: Keflvíkingar unnu baráttuna um stoltið Elvar Geir Magnússon skrifar 16. september 2009 16:30 Úr leik Keflavíkur og Grindavíkur á síðustu leiktíð. Mynd/Anton Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði eina markið í grannaslag Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Hjá öðrum en Keflvíkingum fellur þessi leikur fljótt í gleymskunnar gjá. Hvorugt liðið hafði að nokkru að keppa fyrir leik nema upp á stoltið. Stolt er þó orð sem á kannski ekki við þegar litið er á tímabil þessara liða í heild. Grindvíkingar hafa barist við botninn í allt sumar og skiptu um þjálfara snemma tímabils. Keflvíkingar hafa leikið langt undir væntingum miðað við sterkan mannskap og tímabilið þeirra klár vonbrigði. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Vissulega verður að horfa til þess að völlurinn var þungur og blautur en fótboltinn sem boðið var upp á engin gæðavara. Keflvíkingar mega þó eiga það að þeir reyndu oft á tíðum að spila á milli sín en gestirnir lágu aftarlega og notuðust við langar sendingar fram völlinn. Haukur Ingi Guðnason komst næst því að skora í fyrri hálfleiknum þegar hann skallaði í slá. Grindvíkingar voru mun frískari í seinni hálfleik en þeim fyrri, færðu sig úr skotgröfunum og það hækkaði skemmtanagildi leiksins talsvert. Heimamenn í Keflavík skoruðu eina mark leiksins á 61. mínútu eftir ansi laglega sókn. Magnús Sverrir rak smiðshöggið á hana og fagnaði vel. Jóhannes Valgeirsson, góður dómari leiksins, verður einnig að fá hrós en hann beitti hagnaðarreglunni vel í aðdraganda marksins. Grindvíkingar fengu nokkur góð færi til að jafna metin en fundu ekki leið framhjá góðum markverði Keflavíkur og heimamenn hrósuðu sigri. Það gefur þeim ákveðinn „mont-rétt" fram á næsta tímabil en fyrri viðureign liðanna í sumar endaði með jafntefli. Langþráður sigur Keflvíkinga sem höfðu ekki unnið sjö leiki í röð þegar kom að þessum. Keflavík - Grindavík 1-01-0 Magnús Sverrir Þorsteinsson (61.) Áhorfendur: Um 500. Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7 Skot (á mark): 11-8 (5-5) Varin skot: Jörgensen 5 - Óskar 3 Horn: 5-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-17 Rangstöður: 2-7 Keflavík (4-5-1)Lasse Jörgensen 8 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Brynjar Örn Guðmundsson 7 Magnús Sverrir Þorsteinsson 7 (90. Hörður Sveinsson -) Einar Orri Einarsson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 5 (75. Jón Gunnar Eysteinsson -)Jóhann Birnir Guðmundsson 8* - Maður leiksins Hólmar Örn Rúnarsson 7 Haukur Ingi Guðnason 7 (88. Guðmundur Steinarsson -) Grindavík (4-4-2) Óskar Pétursson 6 Óli Baldur Bjarnason 4 Zoran Stamenic 5 Óli Stefán Flóventsson 6 Ray Anthony Jónsson 7 Tor Erik Moen 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Páll Guðmundsson 3 (54. Emil Daði Símonarson 5) Sveinbjörn Jónasson 6 (75. Þórarinn Brynjar Kristjánsson -) Gilles Ondo 6 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orri: Gengið erfiðlega að vinna okkur upp úr svínaflensunni „Þetta var frekar súrt í kvöld," sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga, eftir tap liðsins fyrir Keflavík í kvöld. 16. september 2009 19:35 Jóhann B.: Hefur þýðingu fyrir fólkið í bæjarfélaginu Jóhann Birnir Guðmundsson átti flottan leik fyrir Keflavík í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á grönnum sínum í Grindavík. Bæði lið höfðu ekki að miklu að keppa fyrir þennan leik nema þá stoltinu. 16. september 2009 19:39 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði eina markið í grannaslag Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Hjá öðrum en Keflvíkingum fellur þessi leikur fljótt í gleymskunnar gjá. Hvorugt liðið hafði að nokkru að keppa fyrir leik nema upp á stoltið. Stolt er þó orð sem á kannski ekki við þegar litið er á tímabil þessara liða í heild. Grindvíkingar hafa barist við botninn í allt sumar og skiptu um þjálfara snemma tímabils. Keflvíkingar hafa leikið langt undir væntingum miðað við sterkan mannskap og tímabilið þeirra klár vonbrigði. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Vissulega verður að horfa til þess að völlurinn var þungur og blautur en fótboltinn sem boðið var upp á engin gæðavara. Keflvíkingar mega þó eiga það að þeir reyndu oft á tíðum að spila á milli sín en gestirnir lágu aftarlega og notuðust við langar sendingar fram völlinn. Haukur Ingi Guðnason komst næst því að skora í fyrri hálfleiknum þegar hann skallaði í slá. Grindvíkingar voru mun frískari í seinni hálfleik en þeim fyrri, færðu sig úr skotgröfunum og það hækkaði skemmtanagildi leiksins talsvert. Heimamenn í Keflavík skoruðu eina mark leiksins á 61. mínútu eftir ansi laglega sókn. Magnús Sverrir rak smiðshöggið á hana og fagnaði vel. Jóhannes Valgeirsson, góður dómari leiksins, verður einnig að fá hrós en hann beitti hagnaðarreglunni vel í aðdraganda marksins. Grindvíkingar fengu nokkur góð færi til að jafna metin en fundu ekki leið framhjá góðum markverði Keflavíkur og heimamenn hrósuðu sigri. Það gefur þeim ákveðinn „mont-rétt" fram á næsta tímabil en fyrri viðureign liðanna í sumar endaði með jafntefli. Langþráður sigur Keflvíkinga sem höfðu ekki unnið sjö leiki í röð þegar kom að þessum. Keflavík - Grindavík 1-01-0 Magnús Sverrir Þorsteinsson (61.) Áhorfendur: Um 500. Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7 Skot (á mark): 11-8 (5-5) Varin skot: Jörgensen 5 - Óskar 3 Horn: 5-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-17 Rangstöður: 2-7 Keflavík (4-5-1)Lasse Jörgensen 8 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Brynjar Örn Guðmundsson 7 Magnús Sverrir Þorsteinsson 7 (90. Hörður Sveinsson -) Einar Orri Einarsson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 5 (75. Jón Gunnar Eysteinsson -)Jóhann Birnir Guðmundsson 8* - Maður leiksins Hólmar Örn Rúnarsson 7 Haukur Ingi Guðnason 7 (88. Guðmundur Steinarsson -) Grindavík (4-4-2) Óskar Pétursson 6 Óli Baldur Bjarnason 4 Zoran Stamenic 5 Óli Stefán Flóventsson 6 Ray Anthony Jónsson 7 Tor Erik Moen 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Páll Guðmundsson 3 (54. Emil Daði Símonarson 5) Sveinbjörn Jónasson 6 (75. Þórarinn Brynjar Kristjánsson -) Gilles Ondo 6
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orri: Gengið erfiðlega að vinna okkur upp úr svínaflensunni „Þetta var frekar súrt í kvöld," sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga, eftir tap liðsins fyrir Keflavík í kvöld. 16. september 2009 19:35 Jóhann B.: Hefur þýðingu fyrir fólkið í bæjarfélaginu Jóhann Birnir Guðmundsson átti flottan leik fyrir Keflavík í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á grönnum sínum í Grindavík. Bæði lið höfðu ekki að miklu að keppa fyrir þennan leik nema þá stoltinu. 16. september 2009 19:39 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Orri: Gengið erfiðlega að vinna okkur upp úr svínaflensunni „Þetta var frekar súrt í kvöld," sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga, eftir tap liðsins fyrir Keflavík í kvöld. 16. september 2009 19:35
Jóhann B.: Hefur þýðingu fyrir fólkið í bæjarfélaginu Jóhann Birnir Guðmundsson átti flottan leik fyrir Keflavík í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á grönnum sínum í Grindavík. Bæði lið höfðu ekki að miklu að keppa fyrir þennan leik nema þá stoltinu. 16. september 2009 19:39