Enski boltinn

Gylfi Þór með mark og tvær stoðsendingar í 3-0 sigri Reading

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Már Sigurðsson leikur hér á Dana í 21 árs landsleik.
Gylfi Már Sigurðsson leikur hér á Dana í 21 árs landsleik.

Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að spila vel með Reading á undirbúningstímabilinu og í gær var hann maðurinn á bak við 3-0 útisigri Reading á Tooting & Mitcham. Þetta var lið skipað yngri leikmönnum en eldri leikmenn töpuðu á sama tíma fyrir Kettering.

Gylfi Þór skoraði fyrsta mark leiksins á 11. mínútu og lagði síðan upp annað markið fyrir Michail Antonio á 35. mínútu sem skallaði þá hornspyrnu hans í markið. Þriðja markið var síðan sjálfsmark eftir aðra hornspyrnu Gylfa.

Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu í 1-2 tapi Reading á móti Kettering en það lið var skipað eldri leikmönnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×