Enski boltinn

Man. City sló út Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez fagnar marki sínu í kvöld.
Tevez fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Manchester City varð í kvöld þriðja liðið til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin í enska deildabikarnum.

Liðið lagði þá varalið Arsenal, 3-0, á heimavelli sínum.

Mörk City voru af dýrari gerðinni en þau komu öll í síðari hálfleik. Tevez byrjaði með skoti sláin inn, Wright-Phillips sendi síðan þrumufleyg í samskeytin og Valdimir Weiss skoraði lokamarkið af stuttu færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×