Innlent

Lokatölur Rn - Sigurður Kári og Ásta Möller atvinnulaus

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Möller þarf að finna sér nýja vinnu. Mynd/ Stefán.
Ásta Möller þarf að finna sér nýja vinnu. Mynd/ Stefán.

Sigurður Kári Kristjánsson er dottin út af þingi þegar að lokatölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður hafa verið talin.

Þetta þýðir að tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu eru dottnir út af þingi því Ásta Möller var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á eftir Sigurði Kára. Sigurður Kári gæti átt eftir að detta inn sem jöfnunarmaður þegar að líður á nóttina en nánast má fullyrða að Ásta Möller sé á leið í atvinnuleit.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er inni sem jöfnunarmaður.

Niðurstaðan er þessi þegar öll atkvæði hafa verið talin í Reykjavík norður.

Framsóknarflokkurinn 3375 - 1 kjörinn þingmaður

Sjálfstæðisflokkurinn 7508 - 2 kjörnir þingmenn

Frjálslyndi flokkurinn 556 - 0 kjörinn þingmaður

Borgarahreyfingin 3357 - 1 kjörinn þingmaður

Lýðræðishreyfingin 325 - 0 kjörinn þingmaður

Samfylkingin 11568 - 4 kjörnir þingmenn

Vinstri hreyfingin grænt framboð 8432 - 3 kjörnir þingmenn





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×