Enski boltinn

Ferdinand alls ekki saddur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.

„Þeir sigrar sem við höfum unnið á síðustu 12 mánuðum eru frábærir, ef við vinnum samt ekki meira á þessu tímabili verð ég fyrir miklum vonbrigðum," segir Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United.

Ferdinand átti stórleik fyrir United þegar liðið vann deildabikarinn í gær. „Ég vil ekki gera lítið úr keppninni. Ég verð stoltur af þessum sigri eins og öðrum þegar ferli mínum lýkur. Við viljum samt meira og vinna fleiri bikara," segir Ferdinand.

„Það er mjög erfitt að gera mig sáttan. Þegar þú ert farinn að sætta þig við annað sætið er betra að hætta þessu. Það eru alltaf ný markmið sem hægt er að setja. Ég hef lagt mikið á mig til að komast í lið sem er sigursælt."

„Ég vil vera hér áfram eins lengi og möguleiki er á. Fólk segir að ég hafi unnið marga titla. Með mér í búningsherberginu eru þó menn eins og Giggs, Scholes og Neville sem hafa unnið miklu meira. Þeir eru öllum öðrum mikil hvatning," sagði Ferdinand.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×