Enski boltinn

Bellamy verður frá í þrjár vikur

Nordic Photos/Getty Images

Walesverjinn Craig Bellamy hjá Manchester City getur ekki leikið með liði sínu næstu þrjár vikurnar vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn West Ham um helgina.

Mark Hughes knattspyrnustjóri City segir að framherjinn geti í besta falli farið að spila aftur eftir tvær til þrjár vikur en hann verður einnig án Brasilíumannsins Robinho þegar liðið tekur á móti Aston Villa annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×