Enski boltinn

Poyet hefur áhuga á Reading

Poyet var aðstoðarmaður Juande Ramos hjá Tottenham
Poyet var aðstoðarmaður Juande Ramos hjá Tottenham Nordic Photos/Getty Images

Gus Poyet, fyrrum aðstoðarstjóri Tottenham og Leeds, hefur gefið það út að hann hafi áhuga á stjórastöðunni hjá Reading sem losnaði í gær eftir uppsögn Steve Coppell.

Í gær varð ljóst að Reading verður áfram í B-deildinni eftir að það féll úr leik í umspili um laust sæti í úrvalsdeildinni.

"Ég hefði áhuga á að ræða við Reading ef tækifærið gæfist. Ég er búinn að prófa að vera aðstoðarmaður og nú langar mig að prófa að sjá um þetta sjálfur," sagði Poyet í samtali við Sky.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×