Enski boltinn

Hiddink viðurkennir bakþanka

Nordic Photos/Getty Images

Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink hjá Chelsea stýrði liði sínu í síðasta sinn á Stamford Bridge í gær þegar það vann 2-0 sigur á Blackburn.

Hann á því aðeins einn leik eftir með Chelsea í deildinni áður en hann snýr sér aftur að því að þjálfa rússneska landsliðið, en hann tók aðeins við Chelsea tímabundið eftir að Luiz Felipe Scolari var rekinn.

Hann viðurkennir að hafa oft fengið bakþanka og langað að halda áfram í starfinu.

"Ég hef oft fengið bakþanka. Ég var hálf dapur þegar ég sá viðbrögð leikmanna, en ég verð að fara og standa við mínar skuldbindingar," sagði Hiddink, en leikmenn Chelsea hylltu hann sérstaklega fyrir leikinn í gær.

Chelsea á eftir að mæta Sunderland í úrvalsdeildinni og leika til úrslita um enska bikarinn gegn Everton þann 30. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×