Enski boltinn

Sven-Göran til Notts County?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson.

Samkvæmt BBC er hinn sænski Sven-Göran Eriksson í viðræðum við Notts County um að gerast yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Notts County er í ensku 3. deildinni og er elsta knattspyrnufélag heims.

Eriksson var landsliðsþjálfari Englands í fimm ár en hann var rekinn sem þjálfari Mexíkó í apríl. Fyrstu fréttir hermdu að Notss County væri að ráða Eriksson sem knattspyrnustjóra en þær hafa verið dregnar til baka.

Fjárfestahópur frá Miðausturlöndum keypti Notts County nýlega og ætlar sér stóra hluti með félagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×