Enski boltinn

Coleman bálreiður dómaranum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Bennett dómari í leiknum í dag.
Steve Bennett dómari í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Chris Coleman, stjóri Coventry, segir að Steve Bennett hafi komið allt öðruvísi fram við sína leikmenn en stórstjörnur Chelsea í leik liðanna í dag.

„Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með frammistöðu dómarans og mínir leikmenn eru sama sinnis," sagði Coleman eftir leik. „Við töpuðum ekki leiknum vegna slæmrar dómgæslu hans hegðun var ekki til fyrirmyndar."

Coleman sagði að Bennett hafi verið afar vingjarnlegur í garð Chelsea-manna en svo verið yfirlætislegur gagnvart leikmönnum Coventry.

Hann er ekki fyrsti knattspyrnustjórinn sem ber sakir af þessu tagi á dómara en Tony Mowbray, stjóri West Brom, lét hafa eftir sér ummæli í svipuðum dúr eftir að hans menn töpuðu fyrir Manchester United.

Coleman var sérstaklega óánægður með að Alex hafi fengið að koma aftur inn á völlinn rétt áður en hann skoraði síðara mark Chelsea. Alex hafði verið utan valla til að láta sinna sér vegna meiðsla.

„Tveir leikmenn Chelsea voru utan vallar skömmu áður en síðara markið var skorað. Dómarinn á ekki að gefa þeim leyfi til að koma inn á fyrr en þeir vita hvert boltinn sé að fara, svo viðkomandi leikmenn geti ekki grætt á því."

„Hver skoraði svo markið? Nefnilega Alex."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×