Enski boltinn

Guðjón: Áttum stigið skilið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón var kátur í kvöld.
Guðjón var kátur í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe, var vitanlega hæstánægður með stigið gegn Walsall í kvöld enda Walsall nokkuð fyrir ofan Crewe í töflunni.

„Við áttum skilið að fá eitthvað úr þessum leik. Við fengum nóg af færum og þurfum vera grimmir fyrir framan markið. Sóknarmennirnir verða að taka áhættur en markvörður Walsall var frábær í kvöld og varði tvisvar eða þrisvar alveg frábærlega," sagði Guðjón.

„Ég er mjög ánægður með strákana mína sem neituðu að gefast upp og uppskáru eins og þeir sáðu að lokum. Það er mikil trú hjá leikmönnum mínum og þeir hætta aldrei," sagði Guðjón en jafnteflið í kvöld var hans fyrsta í deildinni með Crewe.

„Það hlaut að koma að því að við gerðum jafntefli. Ég er líka mjög sáttur með stigið gegn sterku liði í fínu formi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×