Fótbolti

Sigurður Ragnar: Munum jafnvel sjá einhver ný andlit í leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson í Tampere skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson á blaðamannafundinum í dag.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson á blaðamannafundinum í dag. Mynd/ÓskarÓ

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari segir að það sé von á því að sjá ný andlit hjá íslenska landsliðinu í leiknum á móti Þýskalandi í lokaleik liðsins á EM á morgun. Sex leikmenn liðsins hafa ekkert fengið að spreyta sig í fyrstu tveimur leikjunum og aðeins 12 af 22 hafa byrjað inn á. Landsliðsþjálfarinn sagði að það myndi breytast eitthvað á morgun.

„Við munum jafnvel sjá einhver ný andlit í leiknum sem munu annaðhvort byrja inn á eða koma inn á. Við munum nota leikinn eitthvað til að gefa leikmönnum tækifæri," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson á blaðamannafundi í kvöld.

„Það eru plúsar og mínusar við það að gefa fleiri tækifæri. Við höfum spilað töluvert mikið á sama liðinu á þessu ári og þekki það ágætlega hvað ég fæ frá þeim. Það eru líka 2-3 leikmenn hjá okkur í hópnum sem hafa ekki fengið að spila mikið sem ég treysti alveg fullkomlega til að byrja inn á og voru líka mjög nálægt því að byrja inn á. Það getur verið að þær fá tækifæri á morgun," segir Sigurður Ragnar en hann tilkynnir byrjunarliðið sitt eftir liðsfund í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×