Enski boltinn

Arsenal ekki á eftir Nistelrooy

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hlær að þeim sögusögnum að hann ætli sér að kaupa Hollendinginn Ruud Van Nistelrooy í janúarglugganum.

Wenger er í vandræðum vegna meiðsla Robin Van Persie en Nistelrooy er augljóslega ekki lausnin sem Wenger er að leita að.

„Það væri ekki góð byrjun að kaupa Nistelrooy miðað við okkar fyrri samskipti. Þið eruð annars með númerið mitt, sms-ið á mig öll nöfnin sem ykkur dettur í hug," sagði Wenger óvenju léttur við blaðamenn.

Nistelrooy lenti í mörgum umdeildum uppákomum í leikjum Man. Utd og Arsenal og er ekki ofarlega á vinalista stuðningsmanna Arsenal.

Wenger segist þess utan ekki vera bjartsýnn á að finna heimsklassaframherja í janúar, í það minnsta ekki einn sem má spila í Evrópukeppninni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×